Öll þrjú höfðu beðið eftir þessum degi, kviðið fyrir honum og óttast hann.
Hann vill af veikum mætti standa við gefið loforð.
Hún efast um að sannleikurinn geri þau frjáls.
Fríða vill afhjúpa leyndarmálið sem splundraði lífi þeirra.
Árni Þórarinsson hefur getið sér mjög gott orð fyrir sakamálasögurnar um Einar blaðamann. Sú fyrsta, Nóttin hefur þúsund augu, kom út árið 1998. Tími nornarinnar, sem kom út árið 2005, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bækur Árna hafa verið þýddar á erlend tungumál og selst í metupplögum, m.a. í Frakklandi. Hér sýnir hann á sér nýja hlið í afar dramatískri og áleitinni sögu.
„Ógleymanlegar persónur sem glíma við óbærileg örlög. Listavel skrifað.“
Árni Matthíasson
„Hér sýnir Árni nýja hlið þar sem frásagnarlistin fær að njóta sín. Saga sem heldur manni við efnið.“
Katrín Jakobsdóttir
Öll þrjú höfðu beðið eftir þessum degi, kviðið fyrir honum og óttast hann.
Hann vill af veikum mætti standa við gefið loforð.
Hún efast um að sannleikurinn geri þau frjáls.
Fríða vill afhjúpa leyndarmálið sem splundraði lífi þeirra.
Árni Þórarinsson hefur getið sér mjög gott orð fyrir sakamálasögurnar um Einar blaðamann. Sú fyrsta, Nóttin hefur þúsund augu, kom út árið 1998. Tími nornarinnar, sem kom út árið 2005, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bækur Árna hafa verið þýddar á erlend tungumál og selst í metupplögum, m.a. í Frakklandi. Hér sýnir hann á sér nýja hlið í afar dramatískri og áleitinni sögu.
„Ógleymanlegar persónur sem glíma við óbærileg örlög. Listavel skrifað.“
Árni Matthíasson
„Hér sýnir Árni nýja hlið þar sem frásagnarlistin fær að njóta sín. Saga sem heldur manni við efnið.“
Katrín Jakobsdóttir