Mundu, líkami er safn þýðinga á grískum og latneskum ljóðum eftir margvíslega höfunda. Ljóðin fjalla um ást, þrá, hatur og háttsemi og eru til skiptis kostulega framandi og óhugnanlega kunnugleg. Ljóðin hafa flest verið ritskoðuð á einn eða annan hátt í gegnum tíðina fyrir samkynja ástir eða groddalegt myndmál. Þau hafa því fæst verið þýdd á íslensku áður.
Ljóðin eru eftir grísku skáldin Saffó, Þeognis, Straton og Kavafís og latnesku skáldin Catullus, Ovidius og Martialis. Þessir höfundar dreifast yfir 26 aldir og eftir öllu Miðjarðarhafinu, en engu að síður er ein óslitin hefð lýrískrar ljóðlistar sem sameinar verk þeirra.
Mundu, líkami er safn þýðinga á grískum og latneskum ljóðum eftir margvíslega höfunda. Ljóðin fjalla um ást, þrá, hatur og háttsemi og eru til skiptis kostulega framandi og óhugnanlega kunnugleg. Ljóðin hafa flest verið ritskoðuð á einn eða annan hátt í gegnum tíðina fyrir samkynja ástir eða groddalegt myndmál. Þau hafa því fæst verið þýdd á íslensku áður.
Ljóðin eru eftir grísku skáldin Saffó, Þeognis, Straton og Kavafís og latnesku skáldin Catullus, Ovidius og Martialis. Þessir höfundar dreifast yfir 26 aldir og eftir öllu Miðjarðarhafinu, en engu að síður er ein óslitin hefð lýrískrar ljóðlistar sem sameinar verk þeirra.