Hvað er eiginlega list? Hvenær er hlutur listaverk? Allt frá því Marcel Duschamp sýndi fjöldaframleidda hluti sem eigin listaverk hefur þessi spurning verið áleitin í nútímalist. Í kjölfar kenninga Wittgensteins um hliðstæðu máls og leikja tóku heimspekingar að beita nýjum hugtökum til að takast á við þessa spurningu.
Listhugtakið í heimspeki samtímans inniheldur fjórar lykilgreinar um þetta efni. Fyrst er hin sígilda grein Morris Weitz um hlutverk kenninga í fagurfræði þar sem hann heldur því fram að listhugtakið sé opið hugtak og ekki sé hægt að skilgreina list. Næstar koma ritgerð Arthurs C. Danto um listheiminn og nýleg grein eftir George Dickie um stofnunarkenninguna um list. Loks er birt þekkt ritgerð eftir listamanninn Joseph Kosuth sem heldur því fram að list sé skilgreining á list.
Hvað er eiginlega list? Hvenær er hlutur listaverk? Allt frá því Marcel Duschamp sýndi fjöldaframleidda hluti sem eigin listaverk hefur þessi spurning verið áleitin í nútímalist. Í kjölfar kenninga Wittgensteins um hliðstæðu máls og leikja tóku heimspekingar að beita nýjum hugtökum til að takast á við þessa spurningu.
Listhugtakið í heimspeki samtímans inniheldur fjórar lykilgreinar um þetta efni. Fyrst er hin sígilda grein Morris Weitz um hlutverk kenninga í fagurfræði þar sem hann heldur því fram að listhugtakið sé opið hugtak og ekki sé hægt að skilgreina list. Næstar koma ritgerð Arthurs C. Danto um listheiminn og nýleg grein eftir George Dickie um stofnunarkenninguna um list. Loks er birt þekkt ritgerð eftir listamanninn Joseph Kosuth sem heldur því fram að list sé skilgreining á list.