Hugmyndaheimur nútímans er stöðugt í deiglunni og erfitt að henda reiður á öllum þeim ólíku hræringum í vísindum, heimspeki, stjórnmálum og siðfræði sem móta hann. Hvaða þátt hafa listir gegnt í þeirri mótun? Standa listamenn hjá sem áhorfendur að sjónarspili samtímans eða eru verk þeirra þýðingarmikill áhrifavaldur í lífi okkar?
Listamenn hafa sjálfir ekki skorast undan því að spyrja hvaða erindi listin eigi við samtímann og gengið lengst í gagnrýni og endurskoðun á hlutverki hennar og gildi. Að þessu leyti hafa þeir átt samleið með mörgum þeirra hugsuða sem hafa átt stóran hlut í að móta heimsmynd nútímans frá átjándu öld og fram undir lok tuttugustu aldar.
Í bókinni er að finna aðgengilegan inngang að hugmyndum fjölda hugsuða og því hlutverki sem listir og fagurfræði hafa gegnt í hugmyndum þeirra. Allir hafa þeir tekist á við þá spurningu hvaða hlutverki listir gegni í tilveru mannsins og samfélaginu.
Gunnar J. Árnason hefur skrifað um myndlist um árabil og kennt heimspeki lista og fagurfræði í Listaháskóla Íslands. Hann lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og School of Visual Arts í New York áður en hann sneri sér að heimspeki. Hann nam heimspeki við Háskóla Íslands og var í framhaldsnámi í heimspeki og fagurfræði lista í Cambridge háskóla á Englandi.
Language
Icelandic
Pages
364
Format
Paperback
Publisher
Háskólaútgáfan
Release
May 13, 2022
ISBN 13
9789935231413
Ásýnd heimsins: Um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans
Hugmyndaheimur nútímans er stöðugt í deiglunni og erfitt að henda reiður á öllum þeim ólíku hræringum í vísindum, heimspeki, stjórnmálum og siðfræði sem móta hann. Hvaða þátt hafa listir gegnt í þeirri mótun? Standa listamenn hjá sem áhorfendur að sjónarspili samtímans eða eru verk þeirra þýðingarmikill áhrifavaldur í lífi okkar?
Listamenn hafa sjálfir ekki skorast undan því að spyrja hvaða erindi listin eigi við samtímann og gengið lengst í gagnrýni og endurskoðun á hlutverki hennar og gildi. Að þessu leyti hafa þeir átt samleið með mörgum þeirra hugsuða sem hafa átt stóran hlut í að móta heimsmynd nútímans frá átjándu öld og fram undir lok tuttugustu aldar.
Í bókinni er að finna aðgengilegan inngang að hugmyndum fjölda hugsuða og því hlutverki sem listir og fagurfræði hafa gegnt í hugmyndum þeirra. Allir hafa þeir tekist á við þá spurningu hvaða hlutverki listir gegni í tilveru mannsins og samfélaginu.
Gunnar J. Árnason hefur skrifað um myndlist um árabil og kennt heimspeki lista og fagurfræði í Listaháskóla Íslands. Hann lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og School of Visual Arts í New York áður en hann sneri sér að heimspeki. Hann nam heimspeki við Háskóla Íslands og var í framhaldsnámi í heimspeki og fagurfræði lista í Cambridge háskóla á Englandi.