Nú sker ég netin mín er þriðja ljóðverk Svikaskálda, eftir Fríðu Ísberg, Melkorku Ólafsdóttur, Sunnu Dís Másdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Þóru Hjörleifsdóttur og Þórdísi Helgadóttur.
Undirheimar
Þeim mun stærri netum sem ég kasta frá borði
því betur finn ég að undirmeðvitundin
er gnægtarpollur
hyldýpi af ljóseindum, myrkrakompum og gróðri
sem tunglið eitt hefur togkrafta til að færa úr stað
neðansjávardýrin eru ófreskjurnar
sem umbreytast um leið og horft er á þær
faðir minn kenndi mér að veiða í net
móðir mín að synda
nú sker ég netin mín
og flétta úr þeim reipi
bind um úlnlið áður en ég sting mér til sunds
hnífarnir ískaldir taka beittir á móti mér
Nú sker ég netin mín er þriðja ljóðverk Svikaskálda, eftir Fríðu Ísberg, Melkorku Ólafsdóttur, Sunnu Dís Másdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Þóru Hjörleifsdóttur og Þórdísi Helgadóttur.
Undirheimar
Þeim mun stærri netum sem ég kasta frá borði
því betur finn ég að undirmeðvitundin
er gnægtarpollur
hyldýpi af ljóseindum, myrkrakompum og gróðri
sem tunglið eitt hefur togkrafta til að færa úr stað
neðansjávardýrin eru ófreskjurnar
sem umbreytast um leið og horft er á þær
faðir minn kenndi mér að veiða í net
móðir mín að synda
nú sker ég netin mín
og flétta úr þeim reipi
bind um úlnlið áður en ég sting mér til sunds
hnífarnir ískaldir taka beittir á móti mér