Hjá Suðurlandsútgáfunni er komin út bókin 102 sögur úr sögunni eftir Jón R. Hjálmarsson. Í bókinni er sagt á stuttan og aðgengilegan hátt frá atbuðrum, fyrirbærum, uppfinningum og einstaklingum sem hafa markað spor í þróuninni allt frá því að maðurinn lærði að nota eldinn og þar til hann komst til tunglsins.
Bókarhöfundur er sagnfræðingur að mennt og starfaði lengi sem skólamaður. Auk þess er hann kunnur sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi og höfundur margra bóka um söguleg efni. Þess má til gamans geta að bókarhöfundur, Jón R. Hjálmarsson, er á 92. aldursári og lætur sannarlega ekki deigan síga þrátt fyrir háan aldur.
Hjá Suðurlandsútgáfunni er komin út bókin 102 sögur úr sögunni eftir Jón R. Hjálmarsson. Í bókinni er sagt á stuttan og aðgengilegan hátt frá atbuðrum, fyrirbærum, uppfinningum og einstaklingum sem hafa markað spor í þróuninni allt frá því að maðurinn lærði að nota eldinn og þar til hann komst til tunglsins.
Bókarhöfundur er sagnfræðingur að mennt og starfaði lengi sem skólamaður. Auk þess er hann kunnur sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi og höfundur margra bóka um söguleg efni. Þess má til gamans geta að bókarhöfundur, Jón R. Hjálmarsson, er á 92. aldursári og lætur sannarlega ekki deigan síga þrátt fyrir háan aldur.