Latínan var tungumál Rómverja og síðar alþjóðlegt mál í rómverska heimsveldinu. Eftir að það ríki leið undir lok hélt latínan velli sem tungumál kirkjunnar þjóna sem og lærðra manna víða um lönd. Áhrif latínunnar sem alþjóðlegs tungumáls voru mikil og margvísleg á fyrri öldum, en hafa dvínað mjög í seinni tíð.
Í þessari litlu bók er sagt frá latneskum áhrifum hér á landi og nefnd dæmi þar um svo sem í mannanöfnum, máli kirkju og skóla og ýmsu fleira. Þá eru í bókinni latneskar bænir, ljóð, sögur og sagnir og ýmiss konar fróðleikur auk latneskra orðtaka, spakmæla og algengra skammstafana.
Latínan var tungumál Rómverja og síðar alþjóðlegt mál í rómverska heimsveldinu. Eftir að það ríki leið undir lok hélt latínan velli sem tungumál kirkjunnar þjóna sem og lærðra manna víða um lönd. Áhrif latínunnar sem alþjóðlegs tungumáls voru mikil og margvísleg á fyrri öldum, en hafa dvínað mjög í seinni tíð.
Í þessari litlu bók er sagt frá latneskum áhrifum hér á landi og nefnd dæmi þar um svo sem í mannanöfnum, máli kirkju og skóla og ýmsu fleira. Þá eru í bókinni latneskar bænir, ljóð, sögur og sagnir og ýmiss konar fróðleikur auk latneskra orðtaka, spakmæla og algengra skammstafana.