Þessi bók fjallar um kraftmikið og viljasterkt fólk sem lét verkin tala og setti svip á samtíð sína.
Hættuspil á hafinu
Þórður Guðjónsson skipstjóri
Þórður komst oft í hann krappann á löngum sjómannsferli sínum og átti því láni að fagna að bjarga mörgum sjómönnum úr sjávarháska. Hann taldi að yfir sér væri vakað af æðri máttarvöldum.
Fyrsta konan sem las Passíusálmana í útvarpið
Valbjörg Kristmundsdóttir
Hún ólst upp hjá vandalausum, varð einstæð móðir rúmlega tvítug. Hún segir frá erfiðum uppvexti, vinnumennsku í Borgarfirði og síldarsöltunarárum á Siglufirði.
Höfðingi smiðjunnar
Þorgeir Jósefsson athafnamaður
Kjarkur, takmarkalaus bjartsýni og harður vilji einkenndu öll hans störf. Hann var þekktur fyrir tilsvör sín sem mörg lifa enn góðu lífi. Minningar frá litríkum og stormasömum æviferli.
Vélsmiður í Winnipeg
Einar Vestmann vélsmiður
Flutti til Kanada í ævintýraleit. Starfaði sem fiskimaður við Winnipegvatn og vélsmiður í Gimli. Hann missti eiginkonuna frá átta börnum og flutti með þeim eignalaus til Akraness Alþingishátíðarárið 1930.
Kynjarödd í konubarka
Hallbjörg Bjarnadóttir
Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að syngja djass og dægurlög. Hún gat sungið með fegurstu sópranrödd, en líka djúpri bassarödd. Hér rifjar Hallbjörg upp æskuárin á Akranesi.
Þórunn í Höfn og þáttur af Bjarna sauðamanni
Þórunn Sívertsen i Höfn
Hún fór ung til lækninga og mennta í Skotlandi og nam enska tungu. Giftist Torfa bónda í Höfn. Þórunn tók virkan þátt í félagsstarfi, var snjöll ræðukona og ritfær svo athygli vakti.
Höfundur bókarinnar, Bragi Þórðrson, hefur notað fjölda bóka um atburði og fólk á fyrri tíð.
Bókin er prýdd yfir 140 ljósmyndum. Guðjón Hafliðason hannaði og teiknaði kápu.
Lífskraftur á landi og sjó er 15.bók höfundar.
Language
English
Format
Kindle Edition
Release
May 13, 2015
Lífskraftur á landi og sjó: Þættir af bjartsýnu og kraftmiklu fólki
Þessi bók fjallar um kraftmikið og viljasterkt fólk sem lét verkin tala og setti svip á samtíð sína.
Hættuspil á hafinu
Þórður Guðjónsson skipstjóri
Þórður komst oft í hann krappann á löngum sjómannsferli sínum og átti því láni að fagna að bjarga mörgum sjómönnum úr sjávarháska. Hann taldi að yfir sér væri vakað af æðri máttarvöldum.
Fyrsta konan sem las Passíusálmana í útvarpið
Valbjörg Kristmundsdóttir
Hún ólst upp hjá vandalausum, varð einstæð móðir rúmlega tvítug. Hún segir frá erfiðum uppvexti, vinnumennsku í Borgarfirði og síldarsöltunarárum á Siglufirði.
Höfðingi smiðjunnar
Þorgeir Jósefsson athafnamaður
Kjarkur, takmarkalaus bjartsýni og harður vilji einkenndu öll hans störf. Hann var þekktur fyrir tilsvör sín sem mörg lifa enn góðu lífi. Minningar frá litríkum og stormasömum æviferli.
Vélsmiður í Winnipeg
Einar Vestmann vélsmiður
Flutti til Kanada í ævintýraleit. Starfaði sem fiskimaður við Winnipegvatn og vélsmiður í Gimli. Hann missti eiginkonuna frá átta börnum og flutti með þeim eignalaus til Akraness Alþingishátíðarárið 1930.
Kynjarödd í konubarka
Hallbjörg Bjarnadóttir
Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að syngja djass og dægurlög. Hún gat sungið með fegurstu sópranrödd, en líka djúpri bassarödd. Hér rifjar Hallbjörg upp æskuárin á Akranesi.
Þórunn í Höfn og þáttur af Bjarna sauðamanni
Þórunn Sívertsen i Höfn
Hún fór ung til lækninga og mennta í Skotlandi og nam enska tungu. Giftist Torfa bónda í Höfn. Þórunn tók virkan þátt í félagsstarfi, var snjöll ræðukona og ritfær svo athygli vakti.
Höfundur bókarinnar, Bragi Þórðrson, hefur notað fjölda bóka um atburði og fólk á fyrri tíð.
Bókin er prýdd yfir 140 ljósmyndum. Guðjón Hafliðason hannaði og teiknaði kápu.