Þessi bók hefur að geyma frásagnir af eftirminnilegum atburðum og skemmtilegu fólki sem tengist Akranesi og Borgarfirði. Brugðið er upp myndum af lífi fólks í leik og starfi. Lýst átökum þess við óblíða náttúru og harðsnúin yfirvöld. Sagt er frá fyrstu áætlunarferðum á Faxaflóa. Birt er frásögn af störfum sjómannskonu á Akranesi og frásagnir af frækilegum björgunarafrekum í Faxaflóa og á Borgarfirði. Sagt er frá dvöl Hjalta Björnssonar í Danmörku og Þýskalandi á stríðsárunum, heimferð með þýskum kafbáti og síðan fangavist í Bretlandi. Þáttur af Pétri Hoffmann og síðustu sjóferð hans. Þá eru minningar og sagnir frá náttúruperlunum Akrafjalli og Elínarhöfða. Þáttur um Báruhúsið, gamanvísna- og revíuhöfundinn Theódór Einarsson, skemmtikraftana og EF-kvintettinn. Þættirnir í bókinni voru fluttir í Ríkisútvarpinu haustið 1997 undir heitinu „Blöndukúturinn". Vegna óska fjölmargra hlustenda var ákveðið að birta þá í bókarformi og nú í rafbókaformi. Heiti þáttanna gefa hugmynd um fjölbreytt efni bókarinnar:
- Fylgt úr hlaði
- Íslendingur undir hæl nasista
- Störf sjómannskonunnar og frækileg björgun í Faxaflóa
- Hoffmannshús og örlög Péturs Hoffmanns
- Stórhuga bjartsýnismaður í Borgarfirði og örlög hans
- Lífið á skútunum og lokaferð Hafmeyjunnar
- Notkun hverahitans og fyrstu rafljósin í Borgarfirði
- Giftusamleg björgun á Borgarfirði
- Hrakningar í beitufjöru og síðasti fátækraflutningur á Akranesi
- Náttúruperlan Akrafjall
- Elínarhöfði
- „Í Báruhúsi hér ég brosandi fer“
Höfundur bókarinnar, Bragi Þórðarson útgefandi, hefur áður sent frá sér bókaflokkana „Borgfirsk blanda" I-VIII, sagnir og fróðleikur úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslum , og „Lífsreynsla" I -III, frásagnir af eftirminnilegri og sérstæðri reynslu.
Language
English
Pages
204
Format
Kindle Edition
Publisher
Emma
Release
July 02, 2015
Blöndukúturinn: Frásagnir af eftirminnilegum atburðum og skemmtilegu fólki
Þessi bók hefur að geyma frásagnir af eftirminnilegum atburðum og skemmtilegu fólki sem tengist Akranesi og Borgarfirði. Brugðið er upp myndum af lífi fólks í leik og starfi. Lýst átökum þess við óblíða náttúru og harðsnúin yfirvöld. Sagt er frá fyrstu áætlunarferðum á Faxaflóa. Birt er frásögn af störfum sjómannskonu á Akranesi og frásagnir af frækilegum björgunarafrekum í Faxaflóa og á Borgarfirði. Sagt er frá dvöl Hjalta Björnssonar í Danmörku og Þýskalandi á stríðsárunum, heimferð með þýskum kafbáti og síðan fangavist í Bretlandi. Þáttur af Pétri Hoffmann og síðustu sjóferð hans. Þá eru minningar og sagnir frá náttúruperlunum Akrafjalli og Elínarhöfða. Þáttur um Báruhúsið, gamanvísna- og revíuhöfundinn Theódór Einarsson, skemmtikraftana og EF-kvintettinn. Þættirnir í bókinni voru fluttir í Ríkisútvarpinu haustið 1997 undir heitinu „Blöndukúturinn". Vegna óska fjölmargra hlustenda var ákveðið að birta þá í bókarformi og nú í rafbókaformi. Heiti þáttanna gefa hugmynd um fjölbreytt efni bókarinnar:
- Fylgt úr hlaði
- Íslendingur undir hæl nasista
- Störf sjómannskonunnar og frækileg björgun í Faxaflóa
- Hoffmannshús og örlög Péturs Hoffmanns
- Stórhuga bjartsýnismaður í Borgarfirði og örlög hans
- Lífið á skútunum og lokaferð Hafmeyjunnar
- Notkun hverahitans og fyrstu rafljósin í Borgarfirði
- Giftusamleg björgun á Borgarfirði
- Hrakningar í beitufjöru og síðasti fátækraflutningur á Akranesi
- Náttúruperlan Akrafjall
- Elínarhöfði
- „Í Báruhúsi hér ég brosandi fer“
Höfundur bókarinnar, Bragi Þórðarson útgefandi, hefur áður sent frá sér bókaflokkana „Borgfirsk blanda" I-VIII, sagnir og fróðleikur úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslum , og „Lífsreynsla" I -III, frásagnir af eftirminnilegri og sérstæðri reynslu.